sun 08. nóvember 2020 13:10
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Dofri: Ég vil spila áfram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á föstudaginn var það tilkynnt að Dofri Snorrason hefði leikið sinn síðasta leik fyrir Víking Reykjavík.

Samningur hans var ekki framlengdur en þessi þrítugi bakvörður ætlar þó að halda áfram í boltanum.

„Nei, ég er ekki hættur og það var aldrei hugmyndin að skórnir færi upp í hillu. Ég vil spila áfram og trúi að ég hafi enn fullt fram að færa," segir Dofri í samtali við Vísi.

„Ég vil spila áfram í Pepsi Max eða Lengjudeildinni. Eins og ég sagði áðan þá finnst mér ég hafa fullt fram að færa, er á besta aldri og hef sjaldan verið í betra formi. Ég er spenntur fyrir nýjum hlutum."

Dofri á að baki 138 leiki í efstu deild en hann er uppalinn hjá KR.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner