Ellefta umferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram um helgina og svo tekur við landsleikjahlé. Umferðin hefst klukkan 15:00 á laugardag.
Gísli Gottskálk Þórðarson var í liði Víkings sem vann Borac Banja Luka í Sambandsdeildinni á fimmtudag og átti góðan leik. Hann spáir í leiki helgarinnar.
Gísli fylgir á eftir Viktori Karli sem var með fjóra rétta þegar hann spáði í leiki síðustu helgar.
Gísli Gottskálk Þórðarson var í liði Víkings sem vann Borac Banja Luka í Sambandsdeildinni á fimmtudag og átti góðan leik. Hann spáir í leiki helgarinnar.
Gísli fylgir á eftir Viktori Karli sem var með fjóra rétta þegar hann spáði í leiki síðustu helgar.
Brentford 2 - 2 Bournemouth (laugardagur 15:00)
Þetta verður skemmtilegur leikur en hvorugt liðið klárar 3 stig. Mbeumo og Evanilson verða hetjurnar hjá liðunum sínum. Flekken gefur reyndar 2 og menn fara að kalla eftir markmannsbreytingum.
Cyrstal Palace 1 - 1 Fulham (laugardagur 15:00)
Það þarf að fara eitthvað aftur í tímann til að finna leik á milli þessara liða sem endaði ekki með jafntefli og það breytist ekkert núna og ekki verður þetta mikil skemmtun.
West Ham 2 - 0 Everton (laugardagur 15:00)
Hamrarnir taka þennan leik nokkuð sannfærandi og Jarrod Bowen heldur áfram að bera liðið á herðum sér. Afi og frændur mínir vel sáttir svo með sigurinn.
Wolves 3 - 1 Southampton (laugardagur 15:00)
Wolves sigur og Pálmi Rafn rugl sáttur með fyrrum liðsfélaga sína.
Brighton 0 - 3 City (laugardagur 17:30)
Búið að vera bras hjá City undanfarið en þeir koma til baka í þessum leik og pakka Brighton saman. Foden fer loksins að skila í fantasy og setur 2. Fer svo í klassísku rútínuna að minna Anton Fannar vin minn á að City hafi verið að spila því hann þykist eitthvað halda með þeim núna en ekki mikið passion á bakvið það.
Liverpool 3 - 1 Aston Villa (laugardagur 20:00)
Liverpool búnir að vera helvíti sterkir undanfarið og það breytist ekkert núna. Gravenberch eignar sér miðjuna enn og aftur og Salah setur hann, ekkert surprise þar. Flest allir Íslendingar verða því sáttir þetta laugardagskvöld enda ekkert nema Liverpool menn hérna.
United 2 - 1 Leicester (sunnudagur 14:00)
United taka þennan leik mjög ósannfærandi en það er bara í takt við þeirra tímabil. Bruno setur winnerinn fyrir United í þessum leik en Rashford mun halda áfram að valda mér vonbrigðum í fantasy draftinu, en ég mun ekki missa trúna á honum og gef honum annan séns.
Nottingham Forest 1 - 0 Newcastle (sunnudagur 14:00)
Óvænt eitt heitasta lið deildarinnar í dag tekur enn einn sigurinn og það þarf engan snilling til að sjá að Chris Wood gerir sigurmarkið enn eina ferðina.
Tottenham 4 - 1 Ipswich (sunnudagur 14:00)
Menn væntanlega hundsvekktir með úrslitin í Evrópudeildinni en það breytir því ekki að þetta verður nokkuð þægilegur leikur hjá skemmtilegasta liði deildarinnar. Kulusevski, Solanke og Brennan Johnson með enn eina sýninguna.
Chelsea 3 - 2 Arsenal (sunnudagur 16:30)
Besti leikur helgarinnar. Maður stillir inn til þess að horfa á Cole Palmer sem er líklegast skemmtilegasti leikmaðurinn til að horfa á í heiminum í dag og hann spilar stærsta hlutverkið í að loka þessum 3 stigum. Fárveiku Chelsea vinir mínir verða mjög sáttir eftir þennan leik.
Fyrri spámenn:
Viktor Karl (
Júlíus Mar (7 réttir)
Danijel Djuric (6 réttir)
Hinrik Harðarson (6 réttir)
Arnór Smárason (5 réttir)
Hákon Arnar (5 réttir)
Ingimar Helgi (5 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Jón Kári (4 réttir)
Stubbur (2 réttir)
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 11 | 9 | 1 | 1 | 21 | 6 | +15 | 28 |
2 | Man City | 11 | 7 | 2 | 2 | 22 | 13 | +9 | 23 |
3 | Chelsea | 11 | 5 | 4 | 2 | 21 | 13 | +8 | 19 |
4 | Arsenal | 11 | 5 | 4 | 2 | 18 | 12 | +6 | 19 |
5 | Nott. Forest | 11 | 5 | 4 | 2 | 15 | 10 | +5 | 19 |
6 | Brighton | 11 | 5 | 4 | 2 | 19 | 15 | +4 | 19 |
7 | Fulham | 11 | 5 | 3 | 3 | 16 | 13 | +3 | 18 |
8 | Newcastle | 11 | 5 | 3 | 3 | 13 | 11 | +2 | 18 |
9 | Aston Villa | 11 | 5 | 3 | 3 | 17 | 17 | 0 | 18 |
10 | Tottenham | 11 | 5 | 1 | 5 | 23 | 13 | +10 | 16 |
11 | Brentford | 11 | 5 | 1 | 5 | 22 | 22 | 0 | 16 |
12 | Bournemouth | 11 | 4 | 3 | 4 | 15 | 15 | 0 | 15 |
13 | Man Utd | 11 | 4 | 3 | 4 | 12 | 12 | 0 | 15 |
14 | West Ham | 11 | 3 | 3 | 5 | 13 | 19 | -6 | 12 |
15 | Leicester | 11 | 2 | 4 | 5 | 14 | 21 | -7 | 10 |
16 | Everton | 11 | 2 | 4 | 5 | 10 | 17 | -7 | 10 |
17 | Ipswich Town | 11 | 1 | 5 | 5 | 12 | 22 | -10 | 8 |
18 | Crystal Palace | 11 | 1 | 4 | 6 | 8 | 15 | -7 | 7 |
19 | Wolves | 11 | 1 | 3 | 7 | 16 | 27 | -11 | 6 |
20 | Southampton | 11 | 1 | 1 | 9 | 7 | 21 | -14 | 4 |
Athugasemdir