Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 25. október 2024 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór Smára spáir í 9. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Amadou, hinn eini sanni, Onana.
Amadou, hinn eini sanni, Onana.
Mynd: Getty Images
Gimme, gimme, gimme a ginger from Sweden.
Gimme, gimme, gimme a ginger from Sweden.
Mynd: EPA
Mjási frá, því miður.
Mjási frá, því miður.
Mynd: Getty Images
The Slot Machine.
The Slot Machine.
Mynd: EPA
Níunda umferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram um helgina. Umferðin hefst í kvöld og lýkur á sunnudag með stórleik Arsenal og Liverpool.

Arnór Smárason er spámaður umferðarinnar, hann fylgir á eftir Hákoni Arnari Haraldssyni, smá Skagaþema, sem var með fimm leiki rétta.

Leicester 0 - 2 Nott. Forest (föstudagur, 19:00)
Chris Wood er ekkert að grínast.

Aston Villa 3 - 1 Bournemouth (laugardagur, 14:00)
Á toppnum í Champions League og halda uppá það með öruggum sigri. The real Onana skorar allavega eitt. Kluivert jr. reynir og reynir og fær eitt sárabótarmark.

Brentford 2 - 1 Ipswich Town (laugardagur, 14:00)
Flekken fær á sig trúðamark í byrjun og meiðist. Okkar maður kemur í búrið til að vera. Mbeumo heldur áfram að delivera.

Brighton 1 - 1 Wolves (laugardagur, 14:00)
Maður getur ekki annað en hrifist með því sem hinn ungi Fabien litli Hurzeler er að gera. Dugir ekki til í þessum leik samt. Sá norski setur hann fyrir Wolves.

Man City 4 - 0 Southampton (laugardagur, 14:00)
Þetta verður svona boring 4-0 taking care of business leikur. Enn ein þrennan hjá Haaland. Southampton fara lóðbeint niður, því miður. Erik Tobias bettar á Man City yfir 90% ball possession og vinnur.

Everton 1 - 0 Fulham (laugardagur, 16:30)
Það er einhvern veginn bara of mikið af svona Alberts Hafsteins Arsenal drop-outs í þessu Fulham liði. Ég bara sé ekki hvernig þeir eiga að vinna mentality slaginn á móti Sean Dyche og co.

Chelsea 2 - 1 Newcastle (sunnudagur, 14:00)
Pedro Neto kemur inn fyrir Sancho (sem er enn að jafna sig eftir skotæfinguna með Guy Smit) og þakkar heldur betur traustið. Sádi blaðran að springa hjá Newcastle?

Crystal Palace 1 - 4 Tottenham (sunnudagur, 14:00)
Alltaf gaman að horfa á leiki með Tottenham. A Ginger from Sweden söngurinn verður ofnotaður eftir leik. Sá er góður! Skorar 2 og leggur upp 2.

West Ham 1 - 1 Man Utd (sunnudagur, 14:00)
Hvar á maður að byrja. Þetta eru búin að vera erfið ár persónulega inní klefa að reyna að hughreysta Hlyn Sævar, Steinar, Inga sig, krákuna og alla þessa stráka eftir hverja vonbrigðarvikuna á fætur annarri. Maður er nánast farinn að vona að þeir vinni svo að stemningin haldist fín hjá okkur. Svo er ETH líka Málmakall og ég vill halda honum eins lengi og mögulegt er.
Slæmt að missa Mjása í meiðsli, hann var búinn að bera þetta lið eftir að hann kom og varla misst úr leik. 1-1 niðurstaðan og bæði lið helsátt við það.

Arsenal 0 - 1 Liverpool (sunnudagur, 16:30)
Nokkur orð um The Slot machine??? Frábær þjálfari en fyrst og fremst a Sex symbol fyrir öll kyn þarna úti. 12/13 statistík eftir þennan leik.

Hinrik Núnezinn Harðar fer brosandi inn í fríið og karl faðir hans líka. Eðlilega. Nafni hans skorar.

Fyrri spámenn:
Júlíus Mar (7 réttir)
Danijel Djuric (6 réttir)
Hinrik Harðarson (6 réttir)
Hákon Arnar (5 réttir)
Ingimar Helgi (5 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Jón Kári (4 réttir)
Stubbur (2 réttir)
Enski boltinn - Klopp ekki ómissandi og Sir Alex bolað burt
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 16 12 3 1 37 16 +21 39
2 Chelsea 17 10 5 2 37 19 +18 35
3 Arsenal 17 9 6 2 34 16 +18 33
4 Nott. Forest 17 9 4 4 23 19 +4 31
5 Bournemouth 17 8 4 5 27 21 +6 28
6 Aston Villa 17 8 4 5 26 26 0 28
7 Man City 17 8 3 6 29 25 +4 27
8 Newcastle 17 7 5 5 27 21 +6 26
9 Fulham 17 6 7 4 24 22 +2 25
10 Brighton 17 6 7 4 27 26 +1 25
11 Tottenham 17 7 2 8 39 25 +14 23
12 Brentford 17 7 2 8 32 32 0 23
13 Man Utd 17 6 4 7 21 22 -1 22
14 West Ham 17 5 5 7 22 30 -8 20
15 Everton 16 3 7 6 14 21 -7 16
16 Crystal Palace 17 3 7 7 18 26 -8 16
17 Leicester 17 3 5 9 21 37 -16 14
18 Wolves 17 3 3 11 27 40 -13 12
19 Ipswich Town 17 2 6 9 16 32 -16 12
20 Southampton 17 1 3 13 11 36 -25 6
Athugasemdir
banner
banner