Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 16. ágúst 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tómas Þór spáir í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Tómas Þór Þórðarson.
Tómas Þór Þórðarson.
Mynd: Baldur Kristjánsson
Manchester United hefur leik í kvöld.
Manchester United hefur leik í kvöld.
Mynd: Getty Images
Liverpool mætir Ipswich í hádeginu á morgun.
Liverpool mætir Ipswich í hádeginu á morgun.
Mynd: Getty Images
Tómas spáir því að Arsenal vinni þægilegan sigur um helgina.
Tómas spáir því að Arsenal vinni þægilegan sigur um helgina.
Mynd: Getty Images
Veislan hefst í kvöld; enska úrvalsdeildin fer aftur af stað eftir sumarfrí.

Við fengum Tómas Þór Þórðarson, ritstjóra enska boltans hjá Sjónvarpi Símans, til að spá í 1. umferðina sem verður leikin um helgina.

Man Utd 3 - 1 Fulham (19:00 í kvöld)
Það er ágætur meðbyr og stemming með United komandi inn í tímabilið. Ljósin tendruð og nýir leikmenn, Bruno með nýjan samning og ýmsir sem þurfa að svara fyrir sig. Held að þetta verði bara ljómandi byrjun hjá United sem fær svo á sig mark úr horni.

Ipswich 1 - 2 Liverpool (11:30 á morgun)
Það er aldrei auðvelt að mæta nýliðum í fyrsta leik, hvað þá nýliðum sem eru búnir að vera í dúndrandi stemningu í tvö ár. Gæði Liverpool munu klára þetta að lokum. Salah með bæði en ég held að egypski kóngurinn verði kominn með svona fimm mörk og fjórar stoðsendingar bara í ágúst. Gleðilegt nýtt hár.

Arsenal 3 - 0 Wolves (14:00 á morgun)
Afskaplega þægilegur heimasigur þar sem Ödegaard fer á kostum og Úlfarnir skapa sér ekki færi.

Everton 0 - 0 Brighton (14:00 á morgun)
Það verður Meira en lítið fróðlegt að fylgjast með yngsta stjóra í sögu úrvalsdeildarinnar hjá Brighton spreyta sig á Dyche-múrnum. Everton mun áfram leggja alla áherslu á að halda hreinu og það mun svolítið drepa leikinn.

Newcastle 4 - 1 Southampton (14:00 á morgun)
Ég get ekki með nokkru móti séð að Dýrlingarnir séu tilbúnir í þessa deild og ef Russell Martin ætlar að spila svipaðan fótbolta og hann gerði í Championship er voðinn vís. Newcastle heima í fyrsta leik með Gordon og Isak klára eins og kálfa að vori. Pass på.

Nottingham Forest 2 - 3 Bournemouth (14:00 á morgun)
Verður markaveisla í skemmtilegum leik.

West Ham 1 - 1 Aston Villa (16:30 á morgun)
Mjög svo fróðlegur leikur því auðvelt er að halda því fram að West Ham hafi átt besta félagaskiptagluggann og svo er Lopetegui mættur í brúnna. Villa auðvitað ein besta saga síðasta tímabils en bæði lið geta alveg verið varkár og þetta síðdegi gæti einkennst aðeins af því.

Brentford 1 - 2 Crystal Palace (13:00 á sunnudag)
Flekken fær á sig tvö og styttist því í frumraun Hákons. Toney skorar til að minna á sig svona rétt áður en að hann fer til Sádí. Eze að sjálfsögðu allt í öllu hjá Palace nú þegar Olise er farinn.

Chelsea 1 - 3 Man City (15:30 á sunnudag)
City-liðið verður ekki í miklum vandræðum með að ganga frá þessum hrærigraut sem Chelsea er nú við upphaf tímabils. Palmer skorar samt eins og alltaf.

Leicester 0 - 3 Tottenham (19:00 á mánudag)
Skipsbrot hjá Cooper í fyrsta leik og Ange byrjar vel eins og í fyrra.
Athugasemdir