Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 09. janúar 2023 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aðeins fjórir samningsbundnir Kórdrengjum - Bíða eftir svörum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Axel er einn af fjórum sem eru samningsbundnir Kórdrengjum.
Axel er einn af fjórum sem eru samningsbundnir Kórdrengjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í gær var fjallað um það hvað myndi gerast ef Kórdrengir yrðu ekki með í Lengjudeildinni í sumar. Óvissa er um þeirra þátttöku, liðið er án þjálfara, án heimavallar og samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net hefur liðið ekki hafið æfingar. Félög í deildinni þurfa að skila inn upplýsingum fyrir leyfiskerfi KSÍ eigi síðar en 15. janúar.

Sjá einnig:
Hvað gerist ef Kórdrengir taka ekki þátt í sumar?

En hvernig líta leikmannamálin? Þrír sem léku með liðinu síðasta sumar eru búnir að semja við annað félag á Íslandi og einn hefur fengið félagaskipti til Spánar. Þá var liðið með fjóra leikmenn á láni á síðasta tímabili.

23 leikmenn komu við sögu í leikjum með Kórdrengjum á síðasta tímabili þar sem Kórdrengir enduðu í 5. sæti Lengjudeildarinnar á sínu öðru tímabili í þeirri deild. Af þessum 23 leikmönnum eru fjórir með gildan samning við félagið.

Það eru þeir Leonard Sigurðsson, Þórir Rafn Þórisson, Daði Bergsson og Axel Freyr Harðarson. Axel er samningsbundinn út tímabilið 2024 en hinir út komandi tímabil. Fleiri leikmenn eru skráðir í Kórdrengi en þeir eru annað hvort runnir út á samningi eða ekki með skráðan KSÍ samning samkvæmt heimasíðu sambandsins.

Heyrst hefur að þeir Gunnlaugur Fannar Guðmundsson og Kristján Atli Marteinsson, sem eru tveir af þeim leikmönnum sem enn eru skráðir í félagið, væru að æfa með öðrum liðum og þá hefur Leonard Sigurðsson verið orðaður við heimkomu í Keflavík.

Leonard sagði í stuttu samtali við Fótbolta.net að í vetur hefði hann verið að æfa í ræktinni og hans framtíð færi eftir því hver framtíð félagsins yrði.

Fótbolti.net ræddi einnig við Daða Bergsson. „Ég hef ekkert verið að æfa, er bara samningsbundinn Kórdrengjum og bíð eftir því hvað verður. Síðasta tímabil æfði ég heldur ekkert fyrir áramót út af meiðslum, þetta er bara annað svoleiðis ár í röð og ég er ekkert að stressa mig. Ég er að bíða eftir hver framtíð Kórdrengja verður áður en ég tek einhverja ákvörðun og er sultuslakur yfir þessu."

Ekki náðist í Loga Má Hermannsson, formann Kórdrengja, við vinnslu fréttarinnar.

Komnir

Farnir
Arnleifur Hjörleifsson í ÍA
Bjarki Björn Gunnarsson í Víking (var á láni)
Daðí Freyr Arnarsson í FH (var á láni)
Fatai Gbadamosi í Vestra
Hákon Ingi Einarsson í ÍA
Ious Villar til Spánar
Óskar Atli Magnússon í Njarðvík (var á láni frá FH)
Sverrir Páll Hjaltested í Val (var á láni)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner