Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   fim 09. janúar 2025 09:42
Elvar Geir Magnússon
Viðræður Freys og Brann komnar lengra
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson hefur átt í frekari viðræðum við Brann og fjallað er um það í norskum fjölmiðlum að samtal hans og félagsins sé komið á næsta stig.

Freyr er væntanlegur til Noregs í dag en hann hefur einnig fundað með KSÍ um landsliðsþjálfarastarf Íslands. Hann er einn af þremur sem KSÍ ákvað að ræða við um starfið.

Bergens Tidende segir frá því að Freyr sé að mæta til borgarinnar í frekari viðræður og Bergens Avisen segir hann líklegastan sem næsta þjálfara liðsins

Brann hefur hafið undirbúningstímabil sitt en liðið hafnaði í öðru sæti norsku úrvalsdeildarinnar í fyrra. Eirik Horneland, sem var þjálfari Brann, hætti í desember og tók við franska liðinu Saint-Étienne.

Brann hefur verið með íslenskan þjálfara en Teitur Þórðarson stýrði liðinu á sínum tíma. Félagið hefur þrisvar orðið norskur meistari, síðast 2007 þegar Ólafur Örn Bjarnason, Kristján Örn Sigurðsson og Ármann Smári Björnsson voru hjá því.
Athugasemdir
banner
banner
banner