Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   fös 27. desember 2024 17:17
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Arnar, Freyr og erlendur þjálfari á þriggja nafna lista KSÍ
Icelandair
Víkingur gaf KSÍ leyfi til að ræða við Arnar.
Víkingur gaf KSÍ leyfi til að ræða við Arnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Getty Images
Arnar Gunnlaugsson er einn þeirra þriggja þjálfara sem KSÍ ákvað að bjóða á fund um landsliðsþjálfarastarfið.

Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, staðfesti í samtali við Vísi að Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, hefði fengið leyfi til að ræða við Arnar.

Arnar hefur náð frábærum árangri með Víkingi, raðað inn titlum og kom liðinu áfram úr deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. Arnar er farinn til Bandaríkjanna í frí þar sem hann verður framyfir áramótin.

Opinberað var í dag að KSÍ ákvað að ræða við þrjá þjálfara en Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ staðfestir í samtali við Vísi að um bæði sé að ræða íslenska og erlenda þjálfara.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Freyr Alexandersson, fyrrum aðstoðarlandsliðsþjálfari, einn þessara þriggja. Freyr er laus eftir að hafa verið rekinn frá Kortrijk en er eftirsóttur af félagsliðum.

Það er því ljóst af orðum Þorvaldar að hinn aðilinn er erlendur en Norðmaðurinn Per-Mathias Högmo og hinn sænski Janne Andersson hafa verið í umræðunni. Högmo stýrði norska landsliðinu 2013–2016 en Janne stýrði sænska landsliðinu frá 2016 til 2023.
Athugasemdir
banner