Það gæti orðið söguleg stund í enska FA-bikarnum um komandi helgi þegar Everton mætir Peterborough.
Ashley Young, leikmaður Everton, gæti þá mætt syni sínum, Tyler.
Ashley Young, leikmaður Everton, gæti þá mætt syni sínum, Tyler.
Tyler er 18 ára gamall en hann var í akademíu Arsenal áður en hann gekk til liðs við Peterborough síðasta sumar. Hann hefur spilað með varaliði félagsins en hefur fengið tækifæri til að vera hluti af hópnum í deildabikarnum. Það verður áhugavert að sjá hvort feðgarnir mætist.
Ef þeir mætast, þá segir Ashley Young að það verði besta augnablikið á sínum ferli.
„Já, ég myndi segja það. Ferill minn hefur ekki verið slæmur og ég hef unnið nokkra titla. Ef ég fæ tækifæri til að spila á móti syni mínum, þá myndi það toppa allt," segir hann.
„Ég er bara tilbúinn að vinna hann," segir Tyler.
Athugasemdir