Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   fim 09. janúar 2025 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Yrði stærsta augnablikið á ferli Ashley Young
Ashley Young.
Ashley Young.
Mynd: Getty Images
Það gæti orðið söguleg stund í enska FA-bikarnum um komandi helgi þegar Everton mætir Peterborough.

Ashley Young, leikmaður Everton, gæti þá mætt syni sínum, Tyler.

Tyler er 18 ára gamall en hann var í akademíu Arsenal áður en hann gekk til liðs við Peterborough síðasta sumar. Hann hefur spilað með varaliði félagsins en hefur fengið tækifæri til að vera hluti af hópnum í deildabikarnum. Það verður áhugavert að sjá hvort feðgarnir mætist.

Ef þeir mætast, þá segir Ashley Young að það verði besta augnablikið á sínum ferli.

„Já, ég myndi segja það. Ferill minn hefur ekki verið slæmur og ég hef unnið nokkra titla. Ef ég fæ tækifæri til að spila á móti syni mínum, þá myndi það toppa allt," segir hann.

„Ég er bara tilbúinn að vinna hann," segir Tyler.
Athugasemdir
banner
banner
banner