Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 09. febrúar 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Lemar og Herrara með veiruna - Ekki með gegn Chelsea?
Thomas Lemar gæti misst af leiknum gegn Chelsea
Thomas Lemar gæti misst af leiknum gegn Chelsea
Mynd: Getty Images
Hector Herrera og Thomas Lemar, leikmenn Atlético Madríd á Spáni, voru ekki með liðinu í 2-2 jafnteflinu gegn Celta Vigo í gær þar sem þeir eru smitaðir af kórónaveirunni.

Spænska liðið hefur verið í miklum vandræðum síðustu vikuna vegna veirunnar en sex leikmenn hafa smitast af henni og allt leikmenn sem eru afar mikilvægir í hópnum.

Moussa Dembele, Joao Felix, Mario Hermoso og Yannick Carrasco smituðust á dögunum en Carrasco var búinn að ná sér af veirunni fyrir leikinn í gær og byrjaði á bekknum.

Tveir leikmenn til viðbótar hafa bæst á listann en það eru þeir Thomas Lemar og Hector Herrera. Lemar og Herrera hafa verið öflugir á þessari leiktíð en þrátt fyrir þessa blóðtöku var leiknum í gær ekki frestað.

Þetta eru þá erfiðar fréttir fyrir Atlético sem mætir Chelsea þann 23. febrúar í Meistaradeildinni og ljóst að þetta gæti haft mikil áhrif á hópinn fyrir þann leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner