þri 09. febrúar 2021 20:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thiago Silva: Ég átti skilið mun meiri virðingu
Thiago Silva.
Thiago Silva.
Mynd: Getty Images
Thiago Silva hefur komið flottur inn í lið Chelsea á tímabilinu. Hann segir að Frank Lampard, sem var rekinn úr stjórastól Chelsea, hafi spilað stóra rullu í því að hann ákvað að ganga í raðir Lundúnafélagsins.

„Um leið og ég sagði já, þá sendi hann mér mynd af okkur að heilsast fyrir leik hjá landsliðunum okkar 2013," sagði Silva við FourFourTwo.

Lampard var rekinn á dögunum og Þjóðverjinn Thomas Tuchel ráðinn í staðinn. Silva spilaði undir stjórn Tuchel hjá Paris Saint-Germain, en brasilíski miðvörðurinn segir að Parísarfélagið hafi ekki sýnt sér virðingu áður en samningur hans við félagið rann út síðasta sumar.

„Þeir buðu mér aldrei neitt. Ég fékk ekki einu sinni: Thiago, samþykkirðu að fá eina evru fyrir að spila með okkur? Ég fékk ekki neitt sem mér þótti leiðinlegt."

Silva er einnig ósáttur við það hvernig hann var kvaddur hjá félaginu. „Það var ekkert gert. Ég var þarna í átta ár og lyfti mörgum bikurum sem fyrirliði."

„Ég átti skilið mun meiri virðingu en það. Það sama gerðist við (Edinson) Cavani. Ég er samt þakklátur fyrir minn tíma hjá félaginu," sagði Silva sem er núna 36 ára. Cavani, sem er 33 ára, samdi við Manchester United.

Þess má geta að Brasilíumaðurinn hefur byrjað þrjá af fjórum leikjum Chelsea eftir að Tuchel tók við.
Athugasemdir
banner
banner
banner