Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
banner
   sun 09. febrúar 2025 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
KR fær öflugan framherja frá Bandaríkjunum (Staðfest)
Mynd: Lina Berrah LinkedIn
KR-ingar eru búnir að krækja sér í gríðarlega öflugan sóknarleikmann sem kemur til liðsins úr bandaríska háskólaboltanum.

Lina Berrah gæti leikið lykilhlutverk í Lengjudeildinni í sumar eftir að hafa verið valin sem besti leikmaður NCCAA deildarinnar í fyrra, þar sem hún raðaði inn mörkum og stoðsendingum í liði Campbellsville University Tigers.

Lina, sem er fædd 2003, skoraði 12 mörk og gaf 19 stoðsendingar í fyrra. Hún var í algjöru lykilhlutverki í liðinu eftir að hafa verið notuð sem varaskeifa tímabilið 2023. Henni tókst þó að skora sex sinnum og gefa eina stoðsendingu í níu leikjum það árið.

Núna kemur Lina inn í efnilegt lið KR sem hefur verið á uppleið að undanförnu, eftir harkalegt hrap úr Bestu deildinni fyrir nokkrum árum. Það verður gífurlega spennandi að fylgjast með henni leika listir sínar í Vesturbænum.
Athugasemdir
banner
banner