Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   sun 09. mars 2025 15:21
Brynjar Ingi Erluson
Samúel Kári sá rautt fyrir ljóta tæklingu - „Tapar algerlega hausnum og veit upp á sig skömmina“
Samúel Kári gekk í raðir Stjörnunnar undir lok síðasta árs
Samúel Kári gekk í raðir Stjörnunnar undir lok síðasta árs
Mynd: Stjarnan
Samúel Kári Friðjónsson, sem gekk í raðir Stjörnunnar fyrir tímabilið, fékk að líta rauða spjaldið fyrir ljóta tæklingu í leik liðsins gegn KR í Lengjubikarnum í dag.

Stjarnan og KR eigast við á Samsung-vellinum en Samúel sá rauða spjaldið á 41. mínútu.

Rétt fyrir brotið vildu Stjörnumenn fá aukaspyrnu og var Samúel greinilega ósáttur við að ekkert hafi verið dæmt þar og kastaði hann sér því í skelfilega tæklingu á Gabríel Hrannari Eyjólfssyni sem lá óvígur.

Elías Ingi Árnason, dómari leiksins, var ekki lengi að fara í rassvasann og vísa Samúel af velli. Mikill hiti var í mönnum eftir brotið og þurfti að aðskilja menn að áður en leikurinn gat hafist að nýju.

„Hann tapar algerlega hausnum og fleygir sér í fáránlega tæklingu og er réttilega að fá rauða spjaldið. Samúel Kári veit upp á sig skömmina og er farinn strax í sturtu. Þetta er fáránleg hegðun hjá honum,“ sagði Magnús Þórir Matthíasson, sem lýsir leiknum á Stöð 2 Sport.

Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, tók undir það og sagði þetta ljótustu tæklingu í íslenska boltanum í ár.

Staðan í leiknum er 2-1 fyrir KR. Eiður Gauti Sæbjörnsson kom KR yfir á 28. mínútu en Stjarnan jafnaði með marki Emils Atlasonar úr vítaspyrnu. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson kom KR síðan í forystu nokkrum mínútum síðar með góðum skalla.




Athugasemdir
banner
banner