Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 09. júlí 2020 11:53
Elvar Geir Magnússon
Pellegrini nýr stjóri Real Betis (Staðfest)
Manuel Pellegrini.
Manuel Pellegrini.
Mynd: Getty Images
Real Betis hefur staðfest ráðningu Manuel Pellegrini. Hann gerir þriggja ára samning.

Real Betis hefur áður reynt að fá Pellegrini en nú var hann klár í bátana.

Sílemaðurinn reynslumikli þekkir spænska boltann vel en hann hefur á ferli sínum þjálfað Villarreal, Real Madrid og Malaga.

Pellegrini stýrði Manchester City til Englandsmeistaratitilsins 2014 og hefur einnig haldið um stjórnartaumana hjá West Ham.

Pellegrini tekur við Real Betis eftir tímabilið en Alexis Trujillo er bráðabirgðastjóri út tímabilið. Liðið er í þrettánda sæti í La Liga.
Athugasemdir
banner
banner
banner