Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 09. ágúst 2022 15:36
Fótbolti.net
Lúmskt lélegur árangur hjá Gerrard - Er hann tilbúinn í þetta?
Steven Gerrard.
Steven Gerrard.
Mynd: Getty Images
Villa tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu mjög óvænt.
Villa tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu mjög óvænt.
Mynd: Getty Images
Aston Villa fór ekki vel af stað í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi þar sem þeir töpuðu mjög óvænt fyrir nýliðum Bournemouth.

Eftir þau úrslit var áhugaverð tölfræði grafin upp í tengslum við Steven Gerrard, stjóra Aston Villa. Hann er með sama sigurhlutfall og Gary Neville, fyrrum liðsfélagi hans í enska landsliðinu, var með hjá Valencia á Spáni á sínum tíma.

Neville var látinn fara tæpum fjórum mánuðum eftir að hann var ráðinn og hefur hann ekki þjálfað síðan. Fékk hann þá mikla gagnrýni fyrir störf sín hjá spænska liðinu.

Mikið grín hefur verið gert að Neville fyrir sín störf hjá Valencia á meðan Gerrard, sem er fyrrum fyrirliði Liverpool, hefur sloppið nokkuð vel frá gagnrýni og hefur lítið verið talað um arfaslakan árangur hans hingað til.

„Mér finnst þetta svolítið lúmskt hjá Gerrard, hvað hann er búinn að hala inn fáum stigum," sagði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson í hlaðvarpinu Enski boltinn í gær.

„Hann átti sprett í byrjun," sagði Sæbjörn Þór Steinke og tók Gummi undir það. „Hann byrjaði rosalega vel og svo hefur ekkert gerst. Ætli þetta sé of stórt verkefni fyrir hann?"

„Þetta lið sem hann er með, þetta er ekkert slakt lið," sagði Gummi.

Gerrard, sem er ekki reynslumikill stjóri, náði virkilega flottum árangri með Rangers í Skotlandi áður en hann tók við Villa, en það er mikill munur á því að þjálfa í Englandi og Skotlandi. Svo missti Gerrard stóran póst í þjálfarateymi sínu í sumar. Það gæti haft áhrif á gengi liðsins í vetur, allavega til að byrja með á meðan menn eru að aðlagast þessum breytingum.

Það verður fróðlegt að fylgjast með Villa á tímabilinu. Þeir eru með öflugan leikmannahóp sem á að verja að berjast um að vera í efri hlutanum.
Enski boltinn - Nýtt mót en sama gamla Man Utd
Athugasemdir
banner
banner
banner