Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 09. september 2020 09:11
Magnús Már Einarsson
Man Utd og Arsenal að selja markverði?
Powerade
Sergio Romero.
Sergio Romero.
Mynd: Getty Images
Emiliano Martinez er á förum frá Arsenal
Emiliano Martinez er á förum frá Arsenal
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin hefst um helgina en félagaskiptaglugginn lokar ekki fyrr en í næsta mánuði. Hér eru kjaftasögur dagsins.



Leeds er að reyna að fá þýska kantmanninn Julian Draxler (26) frá PSG. (RMC Sport)

John Stones (26) ætlar að vera áfram hjá Manchester City á þessu tímabili og berjast um sæti sitt í liðinu. (Telegraph)

Barcelona ætlar að reyna að fá Erik Garcia (19) varnarmann Manchester City. (Mundo Deportivo)

Everton er að fá Fikayo Tomori (22) á láni frá Chelsea. (ESPN)

Vonir Manchester United um að fá vinstri bakvörðinn Sergio Reguilon (23) hafa minnkað þar sem Real Madrid vill hafa klásúlu í samningnum um að geta keypt hann aftur. (Mirror)

Leicester virðist ætla að vinna Manchester United í kapphlaupinu um David Brooks (23) kantmann Bournemouth. (Manchester Evening News)

Manchester United er tilbúið að hlusta á tilboð í markvörðinn Sergio Romero (33). Aston Villa og Chelsea hafa áhuga. (Express)

Wolves ætlar að hefja viðræður við Nuno Espirito Santo um nýjan þriggja ára samning. (Sun)

Vinstri bakvörðurinn Danny Rose (30) er á förum frá Tottenham. Líklegt er að hann semji við félag utan Englands. (Sun)

Arsenal býðst að fá markvörðinn Alphonse Areola (27) á láni frá PSG. (Mirror)

Aston Villa vill kaupa markvörðinn Emiliano Martinez (28) frá Arsenal fyrir fyrstu umferðina í ensku úrvaldseildinni um helgina. (Mail)

WBA er að íhuga að fá framherjann Andre Gray (29) á láni frá Watford. (Mail)

WBA og Leeds vilja fá miðjumanninn Conor Gallagher á láni frá Chelsea. (Mail)

Bourmemouth hefur lagt fram tilboð í Cameron Carter-Vickers (22) varnarmann Tottenham. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner