Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mán 09. september 2024 17:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Izmir
Byrjunarlið Íslands - Þrjár breytingar frá sigurleiknum
Icelandair
Gylfi byrjar aftur.
Gylfi byrjar aftur.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andri Lucas byrjar.
Andri Lucas byrjar.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Búið er að opinbera byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Tyrklandi í Þjóðadeildinni á eftir.

Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá sigrinum gegn Svartfjallalandi síðasta föstudag.

Lestu um leikinn: Tyrkland 3 -  1 Ísland

Guðlaugur Victor Pálsson og Kolbeinn Birgir Finnsson byrja í bakvörðunum og Andri Lucas Guðjohnsen byrjar á toppnum. Orri Steinn fer á bekkinn rétt eins og Alfons Sampsted og Logi Tómasson.

Reynsluboltarnir Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson halda sæti sínu þrátt fyrir að mjög stutt sé á milli leikja.



Byrjunarlið Íslands:
12. Hákon Rafn Valdimarsson
4. Guðlaugur Victor Pálsson
6. Hjörtur Hermannsson
20. Daníel Leó Grétarsson
14. Kolbeinn Birgir Finnsson
18. MIkael Neville Anderson
16. Stefán Teitur Þórðarson
7. Jóhann Berg Guðmundsson
11. Jón Dagur Þorsteinsson
10. Gylfi Þór Sigurðsson
22. Andri Lucas Guðjohnsen
Athugasemdir
banner
banner
banner