Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 09. október 2020 21:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fór yfir helstu styrkleika og veikleika Ísaks Bergmanns
Ísak er gríðarlega efnilegur.
Ísak er gríðarlega efnilegur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dániel Sebestyén, leikgreinandi og njósnari, fylgist vel með sænsku úrvalsdeildinni og þar hefur hinn efnilegi Ísak Bergmann Jóhannesson farið á kostum á tímabilinu.

Hinn 17 ára gamli Ísak er búinn að festa sig í sessi í liði Norrköping og sagan segir að Juventus hafi áhuga á honum.

Ísak var í gær á lista yfir 60 efnilegustu leikmenn í heimi hjá fjölmiðlinum Guardian.

Sebestyén birti á dögunum þráð á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem hann fór yfir styrkleika og veikleika Ísaks.

Efnilegi Skagamaðurinn hefur spilað sem vinstri bakvörður, vinstri kantmaður og hægri kantmaður á tímabilinu.

„Hann er nú þegar ákaflega hæfileikaríkur og fjölhæfur, og sendingargeta hans, hreyfing án bolta og vinnusemi eru hans helstu styrkleikar," skrifar Sebastyén og bætir við að tölfræði sýnir það hversu mikið Ísak búi til.

Hann segir að Ísak geti bætt sig varnarlega og þó fyrirgjafir hans séu hættulegir, þá gætu þeir verið nákvæmari.

Hér að neðan er hægt að skoða þráðinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner