Leikmaður Bournemouth orðaður við Liverpool - De Bruyne til Sádi - Fer Trent á frjálsri sölu?
banner
   mið 09. október 2024 20:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þjálfararnir vilja halda Berglindi - Ný stjórn tekur ákvörðun
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjallað var um það í dag að samningi Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur við Val hefði verið rift.

Berglind skrifaði undir tveggja ára samning í vor en í honum var uppsagnarákvæði sem stjórn Vals nýtti sér á dögunum. Hún er því samningslaus sem stendur. En ef þjálfarar Vals fá að ráða þá verður það ekki lengi.

Fótbolti.net ræddi við aðstoðarþjálfarann Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur, Öddu, í kvöld.

„Það var ákvæði í samningnum sem stjórnin og framkvæmdastjórinn ákváðu að nýta. Það er vilji þjálfaranna að halda Berglindi. Hún er að koma til baka eftir barneign sem er gríðarlega erfitt. Við þjálfararnir sjáum hana sem hluti af okkar framtíðarplönum og viljum setjast niður með henni og ræða næsta skref, það er alveg klárt mál," segir Adda.

Þið þjálfararnir vonist sem sagt til þess að það verði hægt að endursemja við hana, eða hvað?

„Alveg klárlega, við gerum þær væntingar. Þetta var ákvæði sem við í þjálfarateyminu vorum ekki með á hreinu. Það verður kosin ný stjórn þann 21. að ég held, þurfum væntanlega að bíða eftir því hvaða stefnu ný stjórn ætlar að taka, en það er klárlega vilji okkar að setjast niður með Berglindi og ræða næstu skref. Við sjáum fyrir okkur um að hún komi sterk til baka. Það er gríðarlega erfitt að koma til baka eftir barneign, miklu erfiðara en menn gera sér grein fyrir."

Kom þessi ákvörðun stjórnarinnar að rifta samningi hennar þér á óvart?

„Já að því leytinu til að ég vissi ekki af þessu ákvæði, út af því kom þetta okkur á óvart," segir Adda.
Athugasemdir
banner
banner
banner