Berglind Björg Þorvaldsdóttir er ekki lengur samningsbundin Val því samningi hennar við félagið hefur verið rift.
Styrmir Þór Bragason, framkvæmdastjóri Vals, staðfesti tíðindin í samtali við Fótbolta.net í dag.
Berglind skrifaði undir tveggja ára samning við Val í vor. Hún var að snúa aftur á völlinn eftir barnsburð og skoraði fjögur mörk í 13 deildarleikjum í sumar.
Styrmir Þór Bragason, framkvæmdastjóri Vals, staðfesti tíðindin í samtali við Fótbolta.net í dag.
Berglind skrifaði undir tveggja ára samning við Val í vor. Hún var að snúa aftur á völlinn eftir barnsburð og skoraði fjögur mörk í 13 deildarleikjum í sumar.
Berglind er 32 ára framherji sem hefur skorað 141 mark í 203 leikjum í efstu deild og 20 mörk í 30 leikjum í bikarnum.
Hún á að baki 72 landsleiki og hefur í þeim skorað 12 mörk. Á árunum 2017-2023 lék hún að mestu erlendis. Hún lék með Hellas Verona og AC Milan á Ítalíu, PSV í Hollandi, Le Havre og PSG í Frakklandi, Hammarby í Svíþjóð og Brann í Noregi.
Athugasemdir