Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mán 09. nóvember 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arteta sér ekki eftir því að hafa selt Martinez
Emiliano Martinez.
Emiliano Martinez.
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, sér ekki eftir þeirri ákvörðun að hafa selt Emiliano Martinez til Aston Villa fyrir tímabilið.

Martinez var seldur til Arsenal fyrir 20 milljónir punda og íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson var fenginn inn í staðinn frá Dijon í Frakklandi.

Sumir hafa talað um það að heimskulegt hafi verið að selja Martinez. Á meðal þeirra var Tony Adams, fyrrum fyrirliði Arsenal, sem sagði Martinez betri en Bernd Leno, aðalmarkvörð Arsenal.

Martinez kom inn undir lok síðasta tímabils þegar Leno var meiddur og stóð sig frábærlega. Arteta segist ekki sjá eftir sölunni á Argentínumanninum.

„Þegar settumst niður þá trúðum við því að það væri rétt að gera þetta. Hann hefur verið hér í tíu ár og hann trúði því að þetta (Aston Villa) væri rétta félagið fyrir sig. Ég var ánægður að leyfa honum að fara og taka réttu ákvörðunina fyrir feril hans," sagði Arteta fyrir leikinn gegn Aston Villa í gær, en Arsenal tapaði leiknum 3-0.
Athugasemdir
banner
banner