Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   lau 09. nóvember 2024 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Býst við að vera áfram hjá Fram - Viðræður við Gumma Magg
Magnús Ingi skoraði fjögur mörk í deildinni og eitt í bikarnum í sumar.
Magnús Ingi skoraði fjögur mörk í deildinni og eitt í bikarnum í sumar.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það eru nokkrir leikmenn hjá Fram sem eru með lausa samninga. Jannik Pohl ræddi við Fótbolta.net í vikunni. Danski framherjinn átti góðan lokakafla tímabilið 2022 en glímdi við meiðsli nánast allt tímabilið í ár.

Annar framherji, Guðmundur Magnússon, er í viðræðum við Fram um áfrahaldandi samning. Sömu sögu er að segja af hinum fjölhæfa Magnúsi Inga Þórðarsyni, Minga, en önnur félög hafa einnig sýnt honum áhuga.

;,Ég er að tala við Framarana og þeir vilja halda mér, ég reikna með því að vera áfram en það kemur bara í ljós," segir Magnús Ingi við Fótbolta.net.

Þá er óvíssa með framtíð Óskars Jónssonar en hann meiddist illa á síðasta undirbúningstímabili og var því ekkert með í sumar. Fram hefur svo möguleika á því að halda Djenairo Daniels og Gustav Dahl en félagið á efitr að taka ákvörðun með þá.
Athugasemdir
banner
banner
banner