Það eru nokkrir leikmenn hjá Fram sem eru með lausa samninga. Jannik Pohl ræddi við Fótbolta.net í vikunni. Danski framherjinn átti góðan lokakafla tímabilið 2022 en glímdi við meiðsli nánast allt tímabilið í ár.
Annar framherji, Guðmundur Magnússon, er í viðræðum við Fram um áfrahaldandi samning. Sömu sögu er að segja af hinum fjölhæfa Magnúsi Inga Þórðarsyni, Minga, en önnur félög hafa einnig sýnt honum áhuga.
Annar framherji, Guðmundur Magnússon, er í viðræðum við Fram um áfrahaldandi samning. Sömu sögu er að segja af hinum fjölhæfa Magnúsi Inga Þórðarsyni, Minga, en önnur félög hafa einnig sýnt honum áhuga.
;,Ég er að tala við Framarana og þeir vilja halda mér, ég reikna með því að vera áfram en það kemur bara í ljós," segir Magnús Ingi við Fótbolta.net.
Þá er óvíssa með framtíð Óskars Jónssonar en hann meiddist illa á síðasta undirbúningstímabili og var því ekkert með í sumar. Fram hefur svo möguleika á því að halda Djenairo Daniels og Gustav Dahl en félagið á efitr að taka ákvörðun með þá.
Athugasemdir