Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
   mán 10. febrúar 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ægir styrkir sig með þremur leikmönnum (Staðfest)
Mynd: Ægir
Ægir í Þorlákshöfn var að styrkja sig með þremur nýjum leikmönnum sem eiga að hjálpa liðinu í 2. deildinni í sumar.

Ægir fékk 25 stig úr 22 umferðum og bjargaði sér frá falli í fyrra eftir að hafa verið í fallbaráttu.

Aleksa Ivanovic er kominn til félagsins frá Serbíu en hann er fjölhæfur kantmaður fæddur 2001 og kemur úr röðum FK Radnicki Obrenovac, sem leikur í þriðju efstu deild í Serbíu.

Þá er Jordan Adeyemo einnig kominn til liðsins en hann er framherji fæddur um aldamótin. Jordan er írskur og kemur til Ægis úr röðum Longford Town, sem leikur í næstefstu deild á Írlandi.

Að lokum er Jón Jökull Þráinsson búinn að skrifa undir samning við félagið eftir að hafa flakkað á milli Stokkseyrar og Ægis á ferlinum.

Jón Jökull er fæddur 1997 og spilaði þrjá keppnisleiki með Ægi í fyrra og sjö leiki með Stokkseyringum.
Athugasemdir
banner
banner