Sigurður Ragnar Eyjólfsson fótboltaþjálfari hélt fyrirlestur á súpufundi KSÍ 25. janúar síðastliðinn sem hefur vakið nokkra athygli.
Um 50 manns mættu á fyrirlesturinn en þar velti hann fyrir sér spilatíma ungra leikmanna. Erindið bar yfirskriftina: Hvernig getum við búið til fleiri framúrskarandi leikmenn á Íslandi?
„Ég er að reyna að berjast fyrir því að hér á Íslandi verði boðið upp á einhver verkefni fyrir varalið yfir sumartímann svo ungir og efnilegir leikmenn fái meiri leikreynslu og þróist hraðar. Mér finnst gat í þróunarferlinu okkar sem endurspeglast svo í því að hér fara nánast engir leikmenn út í atvinnumennsku eftir 25 ára aldur," sagði Sigurður Ragnar við Fótbolta.net um fyrirlesturinn.
Þegar er nokkuð búið að horfa á fyrirlesturinn á YouTube og Sigurður Ragnar segir marga hafa haft samband við sig og beðið um afrit af gögnunum. Fyrirlesturinn og gögnin má í dag nálgast neðst í þessari frétt.
Í fyrirlestrinum sem ber undirtitilinn 'Hugleiðingar um þróun ungra leikmanna út frá spiltíma þeirra í Bestu deild karla og Lengjudeild karla sumarið 2024.' eru margar áhugaverðar upplýsingar sem varða spiltíma leikmanna eftir félögum, til dæmis út frá því hvaða félög gefa ungum leikmönnum mest séns á að spila og hvaða félög gera það ekki.
Fyrirlesturinn (pdf skjal)
Streymið af fyrirlestrinum (YouTube)
Gögnin sem Sigurður Ragnar tók saman (excel skjal)
Athugasemdir