Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 10. júní 2021 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Rice aldrei drukkið bjór á ævinni - „Kem ekki nálægt honum"
Declan Rice ætlar að fá sér bjór ef England vinnur EM
Declan Rice ætlar að fá sér bjór ef England vinnur EM
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enski miðjumaðurinn Declan Rice hefur lofað því að hann ætli að drekka fyrsta bjórinn á ævinni ef England vinnur Evrópumótið í sumar.

Rice er 22 ára gamall en hann hefur verið fastamaður á miðjunni hjá West Ham síðustu ár og hlotið mikla viðurkenningu fyrir framlag í úrvalsdeildinni.

Hann er í enska landsliðshópnum sem fer á EM og gæti spilað mikilvæga rullu á mótinu.

Rice hefur aldrei á ævinni drukkið bjór en mun smakka hann ef England fer alla leið á EM.

„Veistu hvað? Ég hef aldrei á ævinni drukkið bjór og ég er 22 ára gamall! Þetta er heilagur sannleikur," sagði Rice.

„Ég hef aldrei fengið mér bjór. Ég drekk hann ekki. Ég drekk nú ekki mikið en að fá mér bjór? Ekki séns. Mér finnst lyktin af honum bara ekki góð þannig ég kem ekki nálægt honum."

„Ég mun prófa að fá mér bjór ef við vinnum en ég mun örugglega spýta honum út úr mér,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner