Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 10. ágúst 2022 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Rak rangan Þórsara af velli sem mótmælti í þrjár mínútur
Lengjudeildin
Hermann Helgi gengur hlæjandi af velli.
Hermann Helgi gengur hlæjandi af velli.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl

Selfoss og Þór eigast þessa stundina við í Lengjudeildinni og er staðan 1-1 en gestirnir frá Akureyri eru leikmanni færri.


Hermann Helgi Rúnarsson fékk beint rautt spjald á 36. mínútu leiksins fyrir að brjóta á Hrvoje Tokic sem aftasti varnarmaður þegar hann var sloppinn í gegn.

Hermann Helgi var æfur yfir þessari ákvörðun Erlends Eiríkssonar dómara og rökræddi við hann í um þrjár mínútur áður en hann gekk loks af velli. Hermann gekk ekki af velli fyrr en eftir að Erlendur hafði hótað að bera hann til búningsklefa.

Rauða spjaldið átti fullan rétt á sér þar sem aftasti varnarmaður Þórs braut vissulega á Tokic en vandinn er að sá maður var ekki Hermann, heldur liðsfélagi hans Orri Sigurjónsson sem hafði komið inn af bekknum 20 mínútum fyrr. Orri kom inn af bekknum snemma leiks eftir að Bjarki Þór Viðarsson fyrirliði þurfti að fara meiddur af velli.

Orri slapp þó og er enn inni á vellinum á meðan Hermann situr fúll og horfir. Það er um það bil hálftími eftir af leiknum og er Selfoss að taka forystuna í þessum skrifuðu orðum.

Bein textalýsing af leiknum


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner