þri 10. september 2019 06:00
Magnús Már Einarsson
Hvöt auglýsir eftir yngri flokka þjálfara
Mynd: Hvöt
Knattspyrnudeild Hvatar óskar eftir því að ráða þjálfara fyrir yngri flokka félagsins frá og með 1. janúar 2020. Leitað er eftir einstaklingi með brennandi áhuga á knattspyrnuþjálfun.

Knattspyrnudeild Hvatar heldur úti öflugu barna- og unglingastarfi, æfingum fyrir 8. - 3. flokk stúlkna og drengja allt árið um kring.

Mikið og gott starf er unnið á vegum deildarinnar og tekur Hvöt þátt í hinum ýmsu knattspyrnumótum víðsvegar um landið ásamt því að halda úti liðum í 5.- 3. flokki í Íslandsmóti.

Óskað er eftir að umsókn fylgi ferilskrá yfir menntun og fyrri störf og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknarinnar.

Allar almennar upplýsingar veitir Erla Ísafold, formaður knattspyrnudeildar, í síma 825-1133.

Umsóknir óskast sendar á netfangið [email protected]

Umsóknarfrestur er til 13. október 2019.

Helstu verkefni nýs þjálfara eru m.a.:<7B>
▪ Halda úti knattspyrnuæfingum í 8.-3. flokki,
▪ Mót og keppnisferðir yngri flokka,
▪ Skráning og utanumhald iðkenda,
▪ Umsjón með samskiptum milli þjálfara, foreldra, stjórnar og íþróttafélaga og íþróttasambanda,
▪ Umsjón með auglýsingum og upplýsingagjöf varðandi starf félagsins auk annarra tilfallandi verkefna sem stjórn felur honum.

Blönduós er 950 manna sveitarfélag í Austur-Húnavatnssýslu. Á Blönduósi má finna alla helstu þjónustu ásamt leikskóla, grunnskóla og dreifnám. Góð aðstaða er til íþróttaiðkunar ásamt sundlaug. Upplýsingar um Blönduósbæ má finna á heimasíðunni:www.blonduos.is
Athugasemdir
banner
banner
banner