Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fim 10. október 2024 22:55
Brynjar Ingi Erluson
Gæsahúðar-ræða frá fyrirliða Grikkja - „Fórnum okkur fyrir George“
George Baldock lést aðeins 31 árs að aldri
George Baldock lést aðeins 31 árs að aldri
Mynd: Getty Images
Anastasios Bakasetas í leiknum gegn Englandi
Anastasios Bakasetas í leiknum gegn Englandi
Mynd: Getty Images
Anastasios Bakasetas, fyrirliði gríska landsliðsins, hélt algera gæsahúðar-ræðu fyrir leikmenn liðsins fyrir leikinn gegn Englendingum á Wembley í kvöld.

George Baldock, liðsfélagi Bakasetas í Panathinaikos og landsliðinu, lést í gær aðeins 31 árs að aldri.

Baldock fannst látinn á sundlaugarbakki á heimili sínu í Glyfada í Aþenu í gær, en ekki er talið að eitthvað saknæmt hafi átti sér stað. Krufning leiddi í ljós að Baldock drukknaði.

Varnarmaðurinn var á mála hjá Sheffield United í sjö ár áður en hann samdi við Panathinaikos í sumar. Hann lék þá sumarið 2012 með ÍBV, á láni frá MK Dons.

Leikmenn Englands og Grikklands léku með sorgarbönd á Wembley í kvöld til minningar um Baldock, en Bakasetas hélt magnaða ræðu fyrir leikmenn fyrir leikinn og kallaði þar eftir því að leikmenn myndu spila Baldock til heiðurs.

„Við erum vel meðvitaður um hvernig lið við erum og hvað við höfum afrekað til þess að komast hingað. Við höfum ekkert til að óttast, sama hver andstæðingurinn er og við munum sýna það frá fyrstu mínútu. Við vitum hvaða þýðingu þessi leikur hefur og margir okkar vita hvaða þýðingu George hefur fyrir okkur.“

„George hefur alltaf verið leiðandi fordæmi liðsins. Hann gaf sál sína og setti liðið alltaf í fyrsta sæti, þar sem hann jafnvel fórnaði líkamlegum heilleika sínum. Hann verður okkar fordæmi í þessum leik. Hver og einn einasti leikmaður mun fórna sér til þess að heiðra hann á þann hátt sem hann verðskuldar. Verum allir klárir í þetta,“
sagði Bakasetas.

Grikkir unnu leikinn 2-1 sem var einnig fyrsti sigur Grikklands á Englandi í sögunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner