Hinn 31 árs gamli George Baldock fannst látinn í sundlaug sinni í Grikklandi í dag.
Baldock hefur sterka tengingu við Ísland þar sem hann lék á láni hjá ÍBV sumarið 2012. Í Grikklandi lék hann fyrir Panathinaikos og var samherji Sverris Inga Ingasonar og Harðar Björgvins Magnússonar.
Baldock fæddist á Englandi með gríska ömmu og hafði verið partur af gríska landsliðinu síðustu tvö ár, með tólf A-landsleiki að baki.
Hann lék lengst af fyrir MK Dons og Sheffield United, en hann fór með Sheffield upp í ensku úrvalsdeildina í tvígang og lék í heildina 83 úrvalsdeildarleiki á ferlinum.
Baldock lék sem hægri bakvörður og var þekktur fyrir að vera sókndjarfur.
Einhverjir miðlar í Grikklandi halda því fram að hálfkláruð flaska af sterku áfengi hafi fundist við sundlaugarbakkann.
Leitað hafði verið að Baldock í nokkrar klukkustundir en hann svaraði ekki símanum þegar eiginkona hans hringdi.
Hann lést á afmælisdegi dóttur sinnar.
Athugasemdir