Hörður Björgvin Magnússon og Sverrir Ingi Ingason, leikmenn Panathinaikos, minnast í dag George Baldock á samfélagsmiðlum.
Hinn 31 árs gamli Baldock fannst látinn í sundlaug sinni í Grikklandi í gær.
Hinn 31 árs gamli Baldock fannst látinn í sundlaug sinni í Grikklandi í gær.
Baldock hefur sterka tengingu við Ísland þar sem hann lék á láni hjá ÍBV sumarið 2012. Í Grikklandi lék hann fyrir Panathinaikos en hann er líklega þekktastur fyrir tíma sinn hjá Sheffield United þar sem hann spilaði 83 leiki í ensku úrvalsdeildinni.
Hörður og Sverrir skrifa báðir það sama um liðsfélaga sinn í dag.
„Við erum öll niðurbrotin og í algjöru sjokki. George okkar, liðsfélagi okkar og vinur, er og verður áfram hluti af fjölskyldunni okkar. Þegar fjölskyldumeðlimur er skyndilega tekinn frá okkur, þá vantar hluta og verður alltaf sakna," skrifa þeir.
„Á tímum sem þessum, þá tapa orð merkingu sinni. Ekkert er hægt að segja sem lýsir sorg okkar og sársauka eftir fráfall bróðurs okkar."
„Kæri George, þú verður alltaf í hjörtum okkar."
Sverrir er hluti af íslenska landsliðinu sem mætir Wales annað kvöld. Hörður Björgvin er að koma til baka eftir meiðsli.
Það hefur mikil sorg skapast vegna þessara tíðinda en fyrir utan Bramall Lane, heimavöll Sheffield United, hefur fólk komið með blóm og lagt þau niður fyrir Baldock. Hann var dáður og dýrkaður hjá félaginu og stuðningsmönnum þess.
Athugasemdir