Í hlaðvarpsþættinum Gula Spjaldið var fjallað um að Bragi Karl Bjarkason, framherji ÍR, hefði verið að æfa með Val.
Tímabilinu hjá ÍR lauk í síðasta mánuði en enn eru rúmar tvær vikur eftir af tímabilinu hjá Val. Bragi er 22 ára og skoraði ellefu mörk í 22 leikjum með ÍR í Lengjudeildinni í sumar. Hann var markahæsti leikmaður 2. deildar 2023 þegar hann skoraði 21 mark í 22 leikjum. Samningur hans við ÍR rennur út í lok árs og samkvæmt heimildum Fótbolta.net er líklegt að hann söðli um og semji við annað félag á næstunni.
Tímabilinu hjá ÍR lauk í síðasta mánuði en enn eru rúmar tvær vikur eftir af tímabilinu hjá Val. Bragi er 22 ára og skoraði ellefu mörk í 22 leikjum með ÍR í Lengjudeildinni í sumar. Hann var markahæsti leikmaður 2. deildar 2023 þegar hann skoraði 21 mark í 22 leikjum. Samningur hans við ÍR rennur út í lok árs og samkvæmt heimildum Fótbolta.net er líklegt að hann söðli um og semji við annað félag á næstunni.
ÍR átti gott tímabil í Lengjudeildinni og er Bragi ekki eini ÍR-ingurinn sem er að æfa með Bestu deildar liðum þessa dagana. Róbert Elís Hlynsson er efnilegur miðjumaður sem heillaði marga í sumar.
Róbert er fæddur 2007, 17 ára, og hefur æft með KR og FH að undanförnu. ÍA og Valur hafa einnig sýnt honum áhuga.
Róbert er í þeirri stöðu að vera ekki með skráðan samning við ÍR og hafa félög í Bestu haft augastað á honum í langan tíma. Hann mun að öllum líkindum semja við félag í Bestu deildinni á næstu vikum.
Athugasemdir