Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
   sun 11. ágúst 2024 22:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Félög í efstu deild með augastað á Róberti Elís
Lengjudeildin
Mynd: ÍR
Róbert Elís Hlynsson, leikmaður ÍR, er samkvæmt heimildum Fótbotla.net undir smásjá félaga í Bestu deildinni. ÍA er eitt af þeim félögum.

Róbert er einn af efnilegustu leikmönnum Lengjudeildarinnar og var hann hetja ÍR þegar liðið lagði Þrótt í leik liðanna í Lengjudeildinni fyrir helgi, skoraði þá eina mark leiksins.

Róbert var þar að skora sitt fyrsta mark á tímabilinu og var leikurinn gegn Þrótti hans fjórtándi í sumar. Hann spilar oftast sem varnarsinnaður miðjumaður.

Hann er sautján ára og var með U17 landsliðinu fyrr á þessu ári. Hann á alls að baki þrettán leiki fyrir yngri landsliðin og hefur skorað tvö mörk í þeim leikjum.

Hans eina mark fyrir U17 kom í leik gegn Finnlandi og hans núverandi liðsfélagi, Gils Gíslason, skoraði hitt markið í 1-2 sigri í vináttuleik í febrúar.

Hann er ekki með skráðan samning við ÍR sem vekur athygli. ÍR hefur komið rækilega á óvart í Lengjudeildinni og er í umspilssæti þegar skammt er eftir af mótinu.
Útvarpsþátturinn - Fjósamennska í íslenska boltanum
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 21 11 5 5 49 - 26 +23 38
2.    Fjölnir 21 10 7 4 34 - 24 +10 37
3.    Keflavík 21 9 8 4 33 - 24 +9 35
4.    ÍR 21 9 8 4 30 - 25 +5 35
5.    Afturelding 21 10 3 8 36 - 36 0 33
6.    Njarðvík 21 8 8 5 32 - 27 +5 32
7.    Þróttur R. 21 7 6 8 32 - 29 +3 27
8.    Leiknir R. 21 8 3 10 32 - 33 -1 27
9.    Grindavík 21 6 7 8 38 - 44 -6 25
10.    Þór 21 5 8 8 30 - 37 -7 23
11.    Grótta 21 4 4 13 30 - 48 -18 16
12.    Dalvík/Reynir 21 2 7 12 21 - 44 -23 13
Athugasemdir
banner
banner
banner