Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   þri 10. desember 2024 14:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrsta stopp ef hann ákveður að koma heim
Stígur Diljan Þórðarson.
Stígur Diljan Þórðarson.
Mynd: Benfica
Stígur Diljan Þórðarson er í því ferli að rifta samningi sínum við ítalska félagið Triestina.

Víkingurinn gekk í raðir Triestina frá Benfica í sumarglugganum en þar hefur hann aðeins leikið tvo leiki.

Þessi 18 ára gamli vængmaður er fastamaður í U19 ára landsliði Ísland og þykir mikið efni en hann samdi við portúgalska stórveldið Benfica fyrir tveimur árum eftir að hafa spilað með Víkingi hér á landi.

Hann hefur verið orðaður við heimkomu og er uppeldisfélagið sagður líklegasti áfangastaður hans. Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingum, var spurður út í möguleikann á því í dag.

„Hann er á Íslandi og við vitum í raun ekkert hvernig staðan er hjá félaginu hans. Stígur er uppalinn Víkingur og gríðarlega efnilegur leikmaður. Ef hann ákveður að koma heim, þá erum við fyrsta stopp myndi ég segja," sagði Kári.

Stígur á 19 landsleiki að baki fyrir yngri landsliðin og fimm mörk skoruð í þeim.
Athugasemdir
banner
banner
banner