Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 11. janúar 2022 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bjarki Steinn á leiðinni í ítölsku C-deildina
Mynd: Getty Images
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Bjarki Steinn Bjarkason á leiðinni á láni í ítölsku C-deildina frá Venezia.

Bjarki lék um síðustu helgi sínar fyrstu mínútur í ítölsku Serie A með liði Venezia sem er nýliði í efstu deild. Þar til um helgina hafði Bjarki ekki komið við sögu nema í bikarnum.

Bjarki er 21 árs gamall og er uppalinn hjá Aftureldingu og lék með ÍA áður en hann fór til Venezia haustið 2020.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Bjarki Steinn á leiðinni til Catanzaro á láni út tímabilið. Catanzaro er í sjöunda sæti C-riðils.

Íslendingarnir yrðu því þrír í C-deildinni því Emil Hallfreðsson er hjá Virtus Verona og Óttar Magnús Karlasson er á láni hjá Siena. Óttar Magnús er samningsbundinn Venezia eins og Bjarki Steinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner