Afríkumeistararnir í Al Ahly frá Egyptalandi unnu bronsleikinn á HM félagsliða en keppnin fer fram í Katar.
Al Ahly mætti brasilíska liðinu Palmeiras í leiknum um þriðja sætið en staðan var markalaus að loknum 90 mínútum og úrslit réðust í vítaspyrnukeppni.
Al Ahly mætti brasilíska liðinu Palmeiras í leiknum um þriðja sætið en staðan var markalaus að loknum 90 mínútum og úrslit réðust í vítaspyrnukeppni.
Al Ahly vann vítaspyrnukeppnina 3-2 en Palmeiras klúðraði þremur spyrnum. Felipe Melo, fyrrum leikmaður Inter og Juventus, klúðraði síðustu spyrnu vítakeppninnar.
Evrópumeistarar Bayern München mæta mexíkóska liðinu Tigres í úrslitaleik keppninnar. Flautað verður til leiks klukkan 18:00 í Katar og verður leikurinn beint á RÚV 2.
Athugasemdir