Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   fös 11. febrúar 2022 17:51
Ívan Guðjón Baldursson
Atlantic Cup: Ísak sökkti Blikum - Frábær endurkoma
Mynd: Breiðablik Blikar.is
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 3 - 4 FC Kaupmannahöfn
1-0 Gísli Eyjólfsson ('8)
2-0 Höskuldur Gunnlaugsson ('31)
2-1 Mamoudou Karamoko ('67)
2-2 Oscar Hojlund ('69)
2-3 Ísak Bergmann Jóhannesson ('74)
2-4 Ísak Bergmann Jóhannesson ('83)
3-4 Kristinn Steindórsson ('89)

Breiðablik hefur verið að gera góða hluti á Atlantic Cup æfingamótinu í Portúgal en í dag mætti liðið danska stórveldinu FC Kaupmannahöfn.

Kaupmannahöfn mætti til leiks með tvo Íslendinga í byrjunarliðinu, þá Ísak Bergmann Jóhannesson og Orra Stein Óskarsson.

Þeir áttu engin svör við sóknarleik Blika í fyrri hálfleik og leiddu Kópavogsstrákarnir 2-0 í leikhlé eftir mörk frá Gísla Eyjólfssyni og Höskuldi Gunnlaugssyni. Gísli skoraði með laglegu langskoti eftir flott einstaklingsframtak á meðan skot Höskulds breytti um stefnu í varnarmanni og fór í netið eftir þolinmóðan sóknarleik Blika.

Danir gerðu þrjár breytingar í síðari hálfleik og þá fór endurkoman af stað. Mamoudou Karamoko og Oscar Hojlund jöfnuðu leikinn með tveimur mörkum á þremur mínútum en þá var komið að Ísaki Bergmanni.

Ísak kom Kaupmannahöfn yfir eftir misheppnað spil frá marki Blika og svo innsiglaði hann sigurinn með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu.

Mörk Ísaks reyndust afar mikilvæg því Blikar reyndu að koma til baka undir lokin og minnkaði Kristinn Steindórsson muninn aftur í eitt mark en það dugði ekki til.

Blikar eru því með fimm stig eftir þrjár umferðir. Kaupmannahöfn er með sjö stig.


Athugasemdir
banner
banner