Jack Grealish er í byrjunarliði Man City sem er að spila gegn Real Madrid á Etihad vellinum þessa stundina.
Liðin mætast í umspili um sæti í 16-liða úrslitum en fyrri leikurinn er í gangi.
Grealish hefur ekki fengið mörg tækifæri á þessu tímabili en hann fær tækifæri í liðinu eftir að hafa átt góðan leik gegn Leyton Orient í enska bikarnum í vikunni.
„Jack varð að berjast við vængmennina okkar, þegar ég ákveð að velja aðra þýðir það ekki að ég sé á móti honum. Leikmenn gefa liðinu eitthvað ákveðið í ákveðnum leikjum, ég sá á Grealish æfingum og öðru og þess vegna tók ég þessa ákvörðun," sagði Guardiola.
Athugasemdir