Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 11. apríl 2021 17:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Man Utd sneri við leiknum gegn Spurs í seinni hálfleik
Sigurmarkinu fagnað.
Sigurmarkinu fagnað.
Mynd: Getty Images
Son skoraði mark Spurs.
Son skoraði mark Spurs.
Mynd: Getty Images
Tottenham 1 - 3 Manchester Utd
1-0 Son Heung-Min ('40 )
1-1 Fred ('57 )
1-2 Edinson Cavani ('79 )
1-3 Mason Greenwood ('90 )

Manchester United vann endurkomusigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Fyrsti hálftíminn í leiknum var frekar rólegur og lítið um að vera. Síðasti stundarfjórðungur fyrri hálfleiksins var allt annað en það.

Það átti sér stað mjög umdeilt atvik þegar Edinson Cavani skoraði mark sem var dæmt af eftir VAR-skoðun. Það var metið sem svo að Scott McTominay hefði brotið á Son í aðdragandanum.

Hægt er að sjá hvers vegna markið var dæmt af með því að smella hérna. McTominay var á gulu spjaldi en fékk ekki seina gula spjaldið.

Stuðningsmenn Man Utd voru allt annað en sáttir með þetta.

Það stráði svo salt í sárin að Son skoraði áður en fyrri hálfleikurinn kláraðist og kom Spurs yfir. Markið kom eftir gott spil hjá Harry Kane og Lucas Moura.

Staðan var 1-0 í hálfleik en gestirnir mættu af krafti í seinni hálfleikinn. Fred jafnaði fyrir United með sínu öðru marki í ensku úrvalsdeildinni þegar hann fylgdi á eftir skoti sem Hugo Lloris varði skot frá Cavani.

Dean Henderson varði frábærlega frá Son stuttu síðar, og nokkrum mínútum síðar varði Lloris vel frá Bruno Fernandes. United tók forystuna á 79. mínútu þegar Cavani skoraði með skalla eftir öfluga sókn. Mason Greenwood fékk boltann frá Fernandes og átti stórkostlega sendingu fyrir sem Cavani skallaði í markið.

Cavani skallaði boltann næstum því í eigið mark stuttu síðar eftir hornspyrnu en hann skallaði í stöngina. Mason Greenwood gerði þriðja mark Man Utd undir blálokin og innsiglaði sigurinn eftir undirbúning Paul Pogba. Lokatölur 3-1 í þessum tíðindamikla.

Man Utd er í öðru sæti, 11 stigum á eftir Manchester City og með leik til góða. Tottenham er í sjöunda sæti, núna sex stigum frá Meistaradeildarsæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner