Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   þri 11. júní 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verður moldríkur eftir brottreksturinn
Marcelo Gallardo.
Marcelo Gallardo.
Mynd: EPA
Argentínski þjálfarinn Marcelo Gallardo mun skrifa sig í sögubækurnar þegar hann verður rekinn frá Al-Ittihad í Sádi-Arabíu.

Gallardo var ráðinn til Al-Ittihad í nóvember síðastliðnum en liðið endaði í fimmta sæti sádi-arabísku deildarinnar undir hans stjórn.

Núna segir Marca að Gallardo verði látinn fara en hann fær rosalega upphæð þegar hann missir starfið.

Hann fær um 30 milljónir evra fyrir viðskilnaðinn en þetta er söguleg upphæð þar sem enginn þjálfari hefur fengið eins stóra upphæð fyrir að vera rekinn.

Launin í Sádi-Arabíu eru gríðarleg og þess vegna fær Gallardo svona stóra upphæð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner