Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 11. ágúst 2020 08:32
Elvar Geir Magnússon
Gætu stoppað skoska boltann - Leikmaður Celtic braut reglur
Boli Bolingoli.
Boli Bolingoli.
Mynd: Getty Images
Skoska ríkisstjórnin varar við því að tímabilið þar í landi gæti verið stöðvað tímabundið eftir að leikmaður Celtic braut reglur um sóttkví.

Varnarmaðurinn Boli Bolingoli hefur viðurkennt að hafa spilað gegn Kilmarnock á sunnudag þrátt fyrir að hafa komið nýlega frá Spáni, án þess að fara í sóttkví.

Bolingoli hefur viðurkennt dómgreindarbrest og beðist afsökunar. Celtic segir að málið sé litið alvarlegum augum og sé í rannsókn innan félagsins.

Þessar fréttir koma í kjölfarið á því að átta leikmenn Aberdeen brutu reglur með því að skella sér á barinn í miðri kórónaveirubylgju. Tveir af leikmönnunum greindust svo með veiruna.

Nýtt tímabil er nýfarið af stað í Skotlandi en í yfirlýsingu skosku ríkisstjórnarinnar segir að í ljósi þessara atburða verði að taka til umræðu hvort réttast sé að stöðva deildina tímabundið.
Athugasemdir
banner
banner
banner