Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 09. ágúst 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmenn Aberdeen biðjast afsökunar - Brutu reglur
Nicola Sturgeon gagnrýndi leikmennina.
Nicola Sturgeon gagnrýndi leikmennina.
Mynd: Getty Images
Átta leikmenn Aberdeen hafa beðist afsökunar á því að hafa brotið reglur er varða kórónuveiruna.

Leik Aberdeen og St Johnstone í skosku úrvalsdeildinni var frestað en hann átti að fara fram í gær.

Tveir leikmenn Aberdeen greindust með kórónuveiruna í síðustu viku. Sex aðrir leikmenn liðsins eru komnir í sóttkví í kjölfarið eftir að hafa verið mikið í kringum hina tvo leikmennina.

Mikið stökk hefur orðið í kórónuveirusmitum í Aberdeen undanfarna daga og hafa verið hertar reglur þar í borg í kjölfarið.

Leikmenn Aberdeen fóru saman á bar eftir leik um síðustu helgi og brutu þannig reglur varðandi kórónuveiruna.

Jonny Hayes, Michael Devlin, Scott McKenna, Matty Kennedy, Sam Cosgrove, Dylan McGeouch, Craig Bryson og Bruce Anderson báðu alla hjá Aberdeen afsökunar. Einnig báðu þeir Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, og heilbrigðisstarfsmenn í Bretlandi afsökunar.
Athugasemdir
banner
banner
banner