Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 11. september 2022 23:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeild kvenna: Sjálfsmark í uppbótartíma tryggði stigin þrjú
Mimi Eiden
Mimi Eiden
Mynd: Montana

Grindavík 2 - 1 HK
1-0 Mimi Eiden ('40 )
1-1 Gabriella Lindsay Coleman ('42 )
2-1 Sóley María Davíðsdóttir ('90 , Sjálfsmark)

Lokaleikurinn í 17. umferð Lengjudeildar kvenna fór fram í dag þegar Grindavík og HK mættust.


Staðan var 1-1 í hálfleik en Sóley María Davíðsdóttir leikmaður HK varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar komið var vel inn í uppbótartímann í síðari hálfleik og þar við sat.

Grindavík er í 6. sæti deildarinnar og HK í 4. sæti. Það er aðeins ein umferð eftir og Grindavík getur endað í 6.-7. sæti en HK gæti farið upp í 3. sætið í loka umferðinni.

FH og Tindastóll hafa þegar tryggt sér sæti í Bestu deildinni en liðin mætast í lokaumferðinni og sigurvegarinn endar sem deildarmeistari. FH dugir jafntefli.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner