Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   sun 12. janúar 2020 17:58
Brynjar Ingi Erluson
Norwich fær Duda á láni (Staðfest)
Duda með treyjuna í dag
Duda með treyjuna í dag
Mynd: Heimasíða Norwich
Enska úrvalsdeildarfélagið Norwich City tilkynnti í dag komu Duda frá Herthu Berlín í Þýskalandi en hann verður á láni hjá enska félaginu út þessa leiktíð.

Duda, sem er 25 ára gamall, er frá Slóvakíu en hann átti frábær tímabil með Herthu Berlín á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 11 mörk og lagði upp 6 í 32 leikjum.

Hann hefur aðeins spilað 9 leiki á þessari leiktíð í deild- og bikar, skorað eitt og lagt upp tvö en hann mun spila með Norwich út þessa leiktíð.

„Ég talaði við Daniel Farke fyrir nokkrum dögum um möguleikann á að koma hingað og ég ákvað að ég vildi koma. Ég er ánægður með að vera hér," sagði Duda.

„Aðalástæðan er að þetta er flottur klúbbur. Deildin er flott og svo er það staðan hjá Herthu Berlín, það er helsta ástæðan."

„Farke var hreinskilinn við mig. Hann sagði mér hvað væri í gangi hérna og sagði mér allt um Norwich. Þegar við spjölluðum saman þá var það ljóst að ég vildi koma hingað,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner