Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mið 12. janúar 2022 10:24
Elvar Geir Magnússon
Davíð Kristján til Kalmar (Staðfest)
Davíð Kristján Ólafsson.
Davíð Kristján Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænska félagið Kalmar hefur staðfest að Davíð Kristján Ólafsson sé genginn í raðir félagsins frá Álasundi. Davíð er 26 ára gamall vinstri bakvörður sem er uppalinn hjá Breiðabliki.

„Við erum að fá leikmann sem við getum bæði notað sem vinstri bakvörð, vinstri kantmann og vinstra megin á miðjunni. Hann er snöggur og líkamlega sterkur leikmaður sem líður vel með boltann. Hann tekur þátt í sóknarleiknum með sjálfstrausti og er öruggur varnarlega," segir Jörgen Petersson íþróttastjóri Kalmar.

„Við teljum að hann passi vel inn í okkar hugmyndafræði. Okkar leikstíll hefur klárlega átt sinn þátt í því að hann valdi að ganga í raðir Kalmar."

Kalmar hafnaði í sjötta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í fyrra. Davíð Kristján er staddur með íslenska landsliðinu í Tyrklandi en fer til Kalmar í næstu viku.

„Það er góð tilfinning að allt sé klárt og ég er spenntur fyrir því að fara að æfa með og hitta nýja liðsfélagi. Kalmar hafði áhuga snemma í ferlinu þegar ég skoðaði mína kosti og félagið fór strax ofarlega á listann," segir Davíð.

„Ég er hrifinn af því hvernig liðið spilar með sóknarþenkjandi hugarfari. Ég sé sjálfan mig sem sóknarsinnaðan bakvörð með góðan vinstri fót og ég tel að mín gæði passi vel inn í það hvernig Kalmar spilar. Vonandi verður hægt að byggja ofan á það sem liðið sýndi á síðasta ári og við getum gert eitthvað gott saman."

Davíð mætti á dögunum á skrifstofu Fótbolta.net og ræddi málin en það viðtal má sjá hér að neðan:
Davíð á leiðinni til Kalmar - „Kominn tími á næsta skref á ferlinum"
Athugasemdir
banner
banner