fös 12. febrúar 2021 17:05
Magnús Már Einarsson
Danny og Izaro áfram hjá Leikni F.
Danny El Hage
Danny El Hage
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir Fáskrúðsfirði hefur framlengt samninga við markvörðinn Danny El-Hage og kantmannin Izaro Abella Sanchez fyrir átökin í 2. deildinni í sumar.

Danny sem er af pólsku og líbanonsku bergi brotinn lék með liðinu á síðasta tímabili og spilaði þá 9 leiki í Lengjudeildinni.

„Danny er flottur íþróttamaður og góður liðsmaður, enda æfir hann eins og atvinnumaður," segir á heimasíðu Leiknis.

Izaro er spænskur kantmaður sem var í lykilhlutverki þegar Leiknismenn fóru upp úr 2. deildinni árið 2019.

Izaro gekk í kjölfarið til liðs við Þór en hann fór aftur í Leikni um mitt mót í fyrra og skoraði eitt mark í sjö leiknum þegar Fáskrúðsfirðingar féllu úr Lengjudeildinni á markatölu.

Leiknismenn hafa einnig ráðið Younes El-Hage sem aðstoðarþjálfara en hann er eldri bróðir Danny.
Athugasemdir
banner
banner
banner