Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   fös 12. febrúar 2021 06:00
Victor Pálsson
Tuchel hæstánægður með Gilmour
Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, hefur tjáð sig um miðjumanninn Billy Gilmour sem þykir gríðarlegt efni.

Gilmour er aðeins 19 ára gamall en hann var á endanum ekki lánaður frá Chelsea í janúar eins og búist var við um tíma.

Tuchel vildi sjálfur halda leikmanninum sem spilaði í 1-0 sigri á Barnsley í bikarnum í gær.

„Að mínu mati þá táknar hann allt sem ungur leikmaður úr akademíunni á að tákna," sagði Tuchel.

„Hann er auðmjúkur og ég tel að hann sé svo ánægður að vera hérna. Hann er að upplifa drauminn og mun gera allt til að láta hann rætast."

„Ég fæ rétta tilfinningu þegar ég horfi á hann. Hann reynir að bæta sig á hverri æfingu, vill læra og sýnir ekki of mikla virðingu."
Athugasemdir
banner