Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   mán 12. febrúar 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Xavi: Verður mjög erfitt að vinna deildina
Mynd: Getty Images
Xavi, þjálfari Barcelona, telur að liðið eigi litla möguleika á að vinna titilinn eftir 3-3 jafnteflið gegn Granada í gærkvöldi.

Varnarleikur Börsunga hefur orðið þeim að falli á þessu tímabili en það var hinn 16 ára Lamine Yamal sem bjargaði stigi fyrir liðið í gær með marki seint í leiknum.

Barcelona er nú tíu stigum frá erkifjendum sínum í Real Madrid, sem tróna á toppnum.

„Það verður mjög erfitt að vinna deildina, sérstaklega eftir gærdaginn. Bilið er stórt en samt ekki ómögulegt,“ sagði Xavi.

„Við getum ekki klúðrað málunum. Við gáfum frá okkur mörk og hættulegar stöður á mörgum augnablikum.“
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner