Heimild: Vísir
Í aðdraganda leiksins Fylkis og KR var talað um að Aron Sigurðarson væri tæpur vegna meiðsla í læri og margir bjuggust við því að hann myndi ekki spila leikinn.
Aron, sem er ein skærasta stjarna deildarinnar, var hinsvegar í byrjunarliði KR en entist ekki nema í um 25 mínútur áður en hann fór meiddur af velli. Nú hefur komið í ljós að þessi meiðsli munu halda honum frá keppni í fjórar til sex vikur.
Umræða hefur verið meðal fótboltaáhugamanna hvort KR hefði gert mistök með því að láta Aron spila þennan leik en Gregg Ryder þjálfari liðsins segir enga áhættu hafa verið tekna.
Aron, sem er ein skærasta stjarna deildarinnar, var hinsvegar í byrjunarliði KR en entist ekki nema í um 25 mínútur áður en hann fór meiddur af velli. Nú hefur komið í ljós að þessi meiðsli munu halda honum frá keppni í fjórar til sex vikur.
Umræða hefur verið meðal fótboltaáhugamanna hvort KR hefði gert mistök með því að láta Aron spila þennan leik en Gregg Ryder þjálfari liðsins segir enga áhættu hafa verið tekna.
„Hann gat ekki fengið sneiðmyndatöku af þessu þegar hann meiddist fyrst. En hann hafði æft á fullu alla vikuna fyrir leikinn við Fylki. Hann náði topphraða á æfingu og hafði staðist öll próf fyrir leik, Það var engin áhætta af okkar hálfu. Hann hafði æft á fullu og ég hugsaði ekki einu sinni út í þetta. Það var helst hvort hann gæti spilað 90 eða 70," segir Gregg Ryder í viðtali við Vísi.
Meiðsli Arons eru heldur betur vondar fréttir fyrir KR en Ryder hafði talað um hann sem besta leikmanninn í deildinni.
Hrafn Tómasson, Krummi, verður frá út leiktíðina eftir að hafa slitið krossband í leiknum gegn Fylki. Ryder segir að KR-ingar séu að líta í kringum sig eftir leikmönnum í hópinn í ljósi nýjustu tíðinda en ekkert sé í hendi.
KR vann Fylki 4-3 á útivelli í fyrstu umferð og mun heimsækja Stjörnuna í Garðabæ í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19:15.
Athugasemdir