Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fim 11. apríl 2024 22:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron gæti misst af næstu átta leikjum KR
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Aron Sigurðarson, leikmaður KR, verður frá næstu 4-6 vikurnar vegna meiðsla

Það var Kristján Óli Sigurðsson, meðlimur Þungavigtarinnar sem greindi frá því á X í dag og Aron staðfesti svo tíðindin við Fótbolta.net.

Hann hafði glímt við meiðsli í aðdraganda leiksins gegn Fylki en æfði síðustu æfingarnar fyrir leik án þess að eitthvað kom upp á. Hann þurfti svo að fara af velli þegar fyrri hálfleikur var u.þ.b. hálfnaður vegna meiðslanna.

Ef hann verður frá næstu sex vikurnar þá gæti hann misst af átta leikjum hjá KR; sex deildarleikjum og mögulega tveimur bikarleikjum ef KR fer áfram í bikarnum.

Ef allt fer á besta veg og Aron er klár eftir fjórar vikur þá missir hann samt sem áður af fimm leikjum.

Aron gekk í raðir KR frá Horsens í vetur eftir að hafa leikið í tæpan áratug erlendis sem atvinnumaður.

Þetta eru önnur slæmu tíðindin sem KR fær í dag, þau fyrri voru þau að Hrafn Tómasson, Krummi, hefði slitið krossband í leiknum gegn Fylki. Næsti leikur liðsins er gegn Stjörnunni annað kvöld.
   11.04.2024 19:10
Krummi með slitið krossband - „Nú er bara að koma grjótharður til baka"

Athugasemdir
banner
banner