Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mið 03. apríl 2024 09:55
Elvar Geir Magnússon
Hverja vilja þjálfararnir fá úr hinum liðunum? - „Ég er með þann besta í deildinni“
Jón Þór Hauksson vill fá Tryggva Hrafn Haraldsson heim á Akranes.
Jón Þór Hauksson vill fá Tryggva Hrafn Haraldsson heim á Akranes.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Páll er til í að fá Emil Atlason í Árbæinn.
Rúnar Páll er til í að fá Emil Atlason í Árbæinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson reyndi að fá Gylfa í Víking.
Arnar Gunnlaugsson reyndi að fá Gylfa í Víking.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Upphitunarþáttur Stúkunnar fyrir Bestu deild karla var sendur út á Stöð 2 Sport í gær, í þráðbeinni frá Ölveri í Glæsibæ.

Rætt var við alla þjálfara deildarinnar, fyrir utan Hallgrím Jónasson hjá KA sem náði ekki að komast í bæinn vegna veðuraðstæðna fyrir norðan, og voru þeir meðal annars spurðir að því hvaða leikmann úr öðru liði í deildinni þær væru til í að fá í sitt lið.

Hér má sjá samantekt á svörum þjálfarann.



Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra:
„Ég horfi bara á mitt lið og er ánægður með það. Mig langar ekki í neinn annan leikmann nema einhver poppi upp og sé á lausu."

Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA:
„Þetta er rosaleg spurning... ég myndi velja Tryggva Haraldsson."

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis:
„Vá þetta er erfið spurning, ég bara veit það ekki... Emil."

Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK:
„Auðvelda svarið væri að taka bróðir minn, Orra Sigurð úr Val. Hann eða Ara Sigurpáls úr Víking."

Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram:
„Einfalda svarið er Gylfi Sigurðsson en ég held að það hafi aldrei verið möguleiki fyrir Fram að fá hann í sínar raðir."

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings:
„Gylfa Sig, það er ekki flóknara en það. Hann er eini leikmaðurinn sem við reyndum virkilega að fá svo ég myndi taka hann."

Arnar Grétarsson, þjálfari Vals:
„Það eru margir góðir. Ef við förum í Víking, Pablo hefur unnið hvert sem hann fer. Ekki fljótasti leikmaðurinn en klókur, algjör sigurvegari. Af 100 ákvörðunum tekur hann 99 eða 98 réttar. Þetta gerir góðan leikmann að frábærum leikmanni."

Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar:
„Ég er það ánægður með hópinn að ég vil ekki aðra leikmenn."

Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks:
„Ég held að við verðum að passa á þessa spurningu."

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH:
„Þetta er erfið spurning, Höskuld í Breiðabliki."

Gregg Ryder, þjálfari KR:
„Ég tel að við séum þegar með besta leikmanninn í deildinni, Aron Sigurðarson er bestur í þessari deild. Þegar þú ert með þann besta þarftu ekki einhvern annan."
Athugasemdir
banner
banner