
Millie Bright, varafyrirliði, er búin að skrifa undir nýjan þriggja ára samning við Chelsea eftir að hafa átt frábært Evrópumót með enska landsliðinu.
Bright er 28 ára gömul og hefur verið hjá Chelsea síðustu átta árin. Enginn leikmaður liðsins hefur verið lengur hjá félaginu.
Hún á 58 landsleiki að baki og spilaði alla leikina er England vann EM í sumar.
Bright hefur unnið ensku deildina fimm sinnum á átta árum hjá Chelsea auk þess að vinna FA bikarinn fjórum sinnum og þá endaði liðið í öðru sæti Meistaradeildarinnar vorið 2021.
Hún spilar sem miðvörður og var valin í FIFPro lið ársins bæði 2020 og 2021. Hún var einnig valin í lið ársins í enska boltanum 2017-18 og 2019-20.
Here to stay. 💙 pic.twitter.com/hF7fcAdF1g
— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) August 11, 2022
Athugasemdir